...
Fjársýsla ríkisins sér um að stofna vídd 2 fyrir stofnanir.
Vídd 3Svæði í bókunarstreng sem ekki er í notkun. Vídd 3 er 12 tölustafa svæði
Notkun á Vídd 3 er ætluð til að halda utan um kostnað við atvik sem ganga þvert á ríkisaðila, stofnanir, ráðuneyti vegna atburða sem hafa áhrif á þjóðfélagið og litlar líkur eru á að endurtaki sig í sömu sviðsmynd.
Atburðir sem falla undir þessa vídd eru:
Náttúruhamfarir (jarðhræringar, eldgos, skriður, flóð)
Manngerðar hamfarir (hryðjuverk, netárás)
Farsóttir/sjúkdómar
Önnur atvik/stórslys
Þessi vídd er samsett 5 tölustöfum (1+2+2) eða tegund + ár + raðnúmer.
Dæmi: 12301 fyrir jarðhræringar í Grindavík.
Fjársýsla ríkisins sér um að stofna vídd 3.
Innbyrðisviðskipti
Mælt er með að stofnanir nýti sér svæðið innbyrðisviðskipti til að aðgreina sölu á milli deilda. Ef um innbyrðisviðskipti innan stofnunar er að ræða og stofnunin vill nýta þennan möguleika skal skrá stofnananúmerið í svæðið. Aðeins skal nota þetta svæði með tegundum tekna og gjalda, ekki með efnahagstegundum.
...