Fyrir nokkrum árum síðan var gerð úttekt á leyfamálum ríkisins, sem kynnt var haustið 2016 á morgunverðarfundi með tæknifólki ríkisins í Hörpu. Niðurstaða þeirrar greiningar var að bæta þyrfti yfirlit yfir leyfamál og að kostnaður ríkisins væri um 800 m.kr. árlega vegna Microsoft leyfa. Haustið 2017 fór af stað frekari greiningarvinna, þar sem upplýsingum frá stofnunum var safnað saman til að fá sem besta heildaryfirlit yfir leyfamál hjá ríkinu. Í kjölfarið var gegnið til samninga við Microsoft og ákveðið að einbeita sér að skrifstofuhugbúnaði (desktop) en að taka þjóna og gagnagrunnsleyfi í framhaldi.
Sýna undirsíður |
---|