Meðal helstu mótvægisaðgerða stofnana í því ástandi sem COVID-19 faraldurinn hefur skapað, er að gera starfsmönnum kleift að vinna heima.

Þó fyrirkomulagið geti verið góð leið til að raska sem minnst starfsemi stofnana, gerir það jafnframt auknar kröfur til þess að hugað sé vel að upplýsingaöryggi. 

Hér á eftir er farið yfir nokkur atriði sem hjálpa stofnunum að takast á við þessar áskoranir.

Stefna

Farið yfir núverandi upplýsingaöryggi og tengdar stefnur og athugið hvort til séu sérstakar öryggisleiðbeiningar fyrir fjarvinnu og fjaraðgang að ykkar upplýsingakerfum.  Sumar stofnanir kunna að hafa stefnur sem eru sérstaklega gerðar fyrir fjarvinnu starfsmanna, á meðan aðrir hafa sett fram reglur varðandi fjarvinnu í neyðartilfellum eða stefnu um BYOD (notkun eigin tækja) svo dæmi sé tekið.

Ef engar viðeigandi viðbragðsáætlanir eða stefnur eru til staðar, þá er tilvalið að semja grunnviðmið um fjaraðgang að upplýsingakerfum stofnana og notkun starfsmanna á eigin tækjum.

Samskipti

Stjórnendur ættu að þekkja viðeigandi öryggisreglur, viðbragðsáætlanir og stefnur og tryggja að viðeigandi upplýsingar séu kynntar starfsmönnum. Það er nauðsynlegt að skipulag og upplýsingaflæði um slík atriði nái til allra starfsmanna. Mikilvægt er að hafa í huga að margir starfsmenn vinna ekki að öryggismálum dagsdaglega og sumir hafa kannski aldrei áður unnið í farvinnu. Því er mjög áríðandi að leiðbeina öllum starfsmönnum.

Undirbúningur

Stofnanir ættu að fara yfir viðbragðsáætlanir vegna gagnaleka og mögulegra öryggisatvika til að tryggja rétt og hröð viðbrögð ef slíkar aðstæður koma upp. Það þarf að uppfæra þessar áætlanir eftir þörfum, þ.m.t. lista yfir þá tengiliði sem skal hafa samband við ef atvik koma upp.  Fjarvinnsla eykur þörf fyrir samræmda áætlun ef eitthvað fer úrskeiðis.

Nokkur ráð vegna fjarvinnu

Verum vakandi! – munið að upplýsingaöryggi er ekki ónæmt fyrir COVID-19.

Þetta efni er byggt á leiðbeiningum Mintz, Levin, Cohn, Ferris, Glovsky og Popeo hjá The National Law Review