Álagning staðfest, kröfur búnar til - álagning kemur úr öðru kerfi
Í TBR er hægt er að leggja á með tvennum hætti. Annars vegar eru önnur forrit t.d. Inna sem tengjast TBR með vefþjónustu og sendir álagninguna yfir. Hins vegar er hægt að handskrá álagningu beint í TBR-Á annað hvort skrá inn einstaka álagningu eða lesa inn lista. Sjá kafla neðar í þessu skjali Álagning gerð í TBR
Þegar búið er að leggja á, sama hvor aðferðin er notuð, er í svo til öllum tilvikum farið í sama ferli við að staðfesta / búa til kröfuna.
Álagning komin inn frá Innu - kröfur búnar til í TBR
Þegar búið er að leggja á í Innu eða öðru kerfi flyst álagningin yfir í TBR. Næsta skref er að staðfesta (búa til) kröfuna í TBR-Á. Ýtt er á „Reikningar – magnprentun“ (rafrænar kröfur TBR-Á) eða farið í Hlutir > Reikningar > Magnprentun.
Þar er valið rétt skýrsluform. Þá er komið hér inn:
Efst á skjánum eru nokkrir valmöguleikar, ekki þarf að breyta þessum valmöguleikum. T.d. eru upplýsingar um hvort prenta skuli greiðsluseðil á pappír geymdar miðlægt í TBR og koma frá gjaldendum í gegnum http://island.is .
Skref eitt - skoða sýnishorn
Fyrsta skrefið hér er skoðað sýnishorn af greiðsluseðli, þá er smellt táknið vinstra megin við „Skoða greiðsluseðil“ neðst til hægri. Þá kemur upp greiðsluseðli fyrir fyrstu línuna, þetta sýnishorn og sýnir aðeins eitt gjald í einu en á greiðsluseðlinum birtast þau öll.
Á myndunum hér undir má sjá tvö dæmi um greiðsluseðla, fyrra dæmið er hefðbundið. Seinna er þegar viðkomandi er undir 18 og forráðamaður á að greiða, sjá má að nafn forráðamanns birtist í Viðskiptanúmer.
Farið er yfir að allt birtist rétt s.s. gjalddagi, eindagi, upphæðin sé eðlileg og OCR rönd, sé eitthvað sem virkar óeðlilegt, þá þarf að hafa sambandi við Fjársýsluna áður en farið er lengra.
Líti seðlarnir eðlilega út þá er sýnishornaseðlinum lokað.
Skref tvö - staðfesta álagningu
Næsta skref er að staðfesta kröfur (hnappurinn heitir nú Greiðsluseðill samþykktur). Eftir að greiðsluseðill var skoðaður er nú hægt að samþykkja
Fyrst er hakað í línuna/ línurnar sem á að samþykkja, einnig hægt að hægrismella og velja t.d. Merkja allar línur.
því næst er hakað í „Greiðsluseðill samþykktur“, neðst í hægra horni
Að lokum er smellt á „Prenta/afgreiða merktar kröfur“. efst til vinstri
Þar er svo staðfest
Nú opnast nýr gluggi sjá mynd hér undir og sjá má að verið er að vinna kröfurnar og getur það tekið drjúga stund, á meðan má vinna í TBR. Þegar merkið breytist í grænt hak er búið að vinna kröfurnar.
Þá birtist enn einn gluggi þar sem prentun er samþykkt, þar er svarað játandi og prentast þá þær kröfur þar sem notandi hefur óskað eftir greiðsluseðli á pappír. Aðrar kröfur prentast ekki.
Reikningar sem eru gefnir út geta farið út fara allir á http://island.is .
Hafi fyrirtæki merkt við sig í skeytaþjónustu þá fer reikningurinn í skeytamiðlara.
Aðrir reikningar fara þá samkvæmt skilgreiningum notenda á http://island.is , hvort þeir séu prentaðir á pappír eða ekki. Sjá má hve margar kröfur fóru rafrænt og hve margar fóru í prentun er skoðað inn í kröfubunkum undir Fjöldi rafræn skil og Fjöldi prentað.
Þar með er álagningarvinnslunni lokið.