Gjaldeyrisbeiðnir - leiðbeiningar fyrir stofnanir/ráðuneyti
Mikilvægt er að bókunarupplýsingar fylgi ávallt með gjaldeyrisbeiðni ásamt öðrum nauðsynlegum upplýsingum. Eyðublað fyrir gjaldeyrisbeiðni þarf að vista áður en skjalið er fyllt út og sent til Fjársýslunnar.
Til að umsókn verði samþykkt þurfa eftirfarandi upplýsingar nauðsynlega að koma fram:
Viðtakandi greiðslu
Heimilisfang viðtakanda
Upphæð og gjaldmiðill
Ítarlegar greiðsluupplýsingar: IBAN, SWIFT, routing ásamt reikningsnúmeri
Bókunarupplýsingar: stofnananúmer, viðfang og tegund
Undirskrift umsækjanda
Fylgigögn sem styðja greiðsluna
Einn gjaldmiðill og ein samtala á hverja gjaldeyrisbeiðni
Upplýsingar um gjaldmiðla sem Seðlabankinn greiðir má finna hér Seðlabanki gjaldmiðlar