Nýr samningur við Microsoft

Þann 1. júni 2021 var samningurinn við Microsoft endurnýjaður með stærri skrefum inn í öruggara og sveigjanlegra vinnuumhverfi.  Öll leyfi ríkisins verða uppfærð með tilliti til netöryggis og persónuverndar. Keypt hafa verið Microsoft E5 leyfi fyrir stjórnsýsluna og allar A-hluta stofnanir að undanskildum mennta- og háskólum, alls um 13.100 leyfi.

Með þessu starfa opinberar stofnanir í hugbúnaðarumhverfi með mesta mögulega öryggi sem uppfyllir GDPR (persónuvernd) og allar öryggiskröfur helstu hagaðila, s.s. dulkóðun gagna, varnir gegn netárásum og vírusvarnir o.fl.