Leyfislyklar og ISO skrár

Leyfisumsýslan notar Teams til að veita tæknilegum tengiliðum stofnanna og skóla aðgang að leyfislyklum, ISO skrám og verðlistum fyrir Microsoft vörur undir leyfasamning Ríkisins við Microsoft. Tilgangur teymsins er einnig að ýta undir og hvetja til samskipta um þau málefni sem geta komið upp í þessu samhengi. 

Fyrir hverja er hópurinn 

Tæknilegir tengiliðir stofnunar / skóla eru sjálfkrafa meðlimir í þessum hópi. (breytingar þurfa að tilkynnast). Ef óskað er eftir fleiri aðilum frá skóla eða stofnun þá þarf að sækja um það sérstaklega á þjónustuvef LeyfisumsýslunnarLeiðbeiningar um nýskráningu.

Teams

Til þess að fá aðgang að Microsoft Teams þá þarf M365 aðgang í skýinu. Fyrir þær stofnanir sem eru ekki enn komnar í skýið og eru með allan sinn Microsoft hugbúnað on-premises þá er hægt að stofna gestareikning.

Athugið

Meðlimir í þessum hópi gangast undir skilyrði og reglur Microsoft um meðhöndlun á leyfislyklum og ISO skrám. 

Helstu reglurnar eru: 

  • Ekki má setja upp neinn hugbúnað áður en viðkomandi leyfi er afgreitt (búið að panta hjá FJS) 

  • Ekki mál afhenda óviðkomandi leyfislykla eða ISO skrár nema um traustan samstarfs- eða þjónustuaðila er að ræða. 

  • Misnotkun getur varðað við lög um höfundarrétt og er refsivert. 

Sem meðlimur í þessum hópi er veittur aðgangur að öllum lyklum og ISO skrám sem fylgja samningi Ríkisins og Microsoft. Meðlimum er treyst fyrir því að sækja aðeins leyfislykla og ISO skrár sem tilheyra þeirra stofnun / skóla 

Leyfi sem nota ISO skrár

  • Staðvær skrifstofu hubúnaður (on-premises)

  • Windows þjónar (SQL and Windows server)

Sérstakir þjónar s.s. SQL Server og System Center Server eru ekki settir inn þar sem að við uppsetningu skiptir miklu máli að réttir / viðeigandi ISO skrár séu notaðar þ.a. FJS mun útvega þá eftir þörfum einstakra stofnana / skóla þegar við á.