Persónuvernd Hessen (Þýskaland) takmarkar tímabundið notkun skýjaþjónusta af hálfu barna

Hessen takmarkaði notkun á Office 365 og Windows 10 hjá skólum með börn undir 16 ára aldri. Það var vegna þess að börnin gætu sjálf ekki gefið leyfi fyrir vinnslu upplýsinga og að foreldrar mættu það ekki heldur fyrir þeirra hönd. Þetta gilti ekki eingöngu um Microsoft ský heldur öll önnur ský og skýjaþjónustur, s.s. G-Suite.

Hér er fréttaskeyti Persónuverndar Hessen um bannið.

Þetta þýddi í raun að þær útgáfur sem mætti nota á tölvum með Microsoft búnaði væri Windows 7 og Office 2013. Það hefði því þurft að niðurfæra hugbúnaðarútgáfur verulega hjá mörgum.

Persónuvernd Hessen fór yfir málið með Microsoft í kjölfarið. Það kom í ljós að flestar athugasemdir hefði verið svarað eða lagfærðar, sértaklega með 1904 útgáfu Windows 10. Takmörkunin var því felld niður, sjá fréttatilkynningu hér.