Reikningsfyrirkomulag

verðskrá verður tekur gildi 01.04.2022 í kjölfa talningar 2022. FJS skiptir ársinnkaupum stofnana í mánuði og gefur út reikninga mánaðarlega.

Frá og með 1.1. 2022 skiptist greiðslan þannig að:

  • 1/3 upphæðar greiðir stofnunin skv. útgefnum reikningi frá Fjársýslu ríkisins (FJS)

  • 2/3 upphæðar verður greiddur miðlægt með lækkuðu rekstrarframlagi stofnunar á fjárlögum​.

Önnur Microsoft leyfi

  • Viðbótarleyfi: Viðskiptavinur greiðir skv. reikningi frá birgja auk þóknunar, frá þeim mánuði sem pöntun er gerð. Leyfi þarf að greiða að fullu (ekki mánaðarskipt eins og í talningarreikningum).

  • CSP (tímabundin leyfi): Greitt skv. reikningi frá birgja auk þóknunar

  • Azure notkun: Greitt skv. reikningi frá birgja auk þóknunar

FJS innheimtir mánaðarlega eftirfarandi þjónustugjöld fyrir þriðja aðila

  • Stofnanagjöld

  • Notendagjöld

  • Nemendagjöld (staða tekin 1. september hvert ár)

  • Afritun (UMBRA)

Leyfisstaða fyrir skal tekin í lok hvers mánaðar (eftirárukkun) og gefin út reikningur í samræmi við hana fyrir 10. dag mánaðarins á eftir. Eftirárukkun er nauðsynleg þar sem fjöldi þjónustugjalda og CSP leyfa er ekki þekktur fyrr en í lok mánaðar. Leyfisstaða skal því tekin í lok síðasta dags mánaðar.

Reglulegt eftirlit með leyfum

PBI skýrsla er notuð til að monitora úthlutaða stöðu leyfa á öllum tenöntum (9) vs. keypt leyfi.

Komi upp fávik þar sem úthlutuð leyfi eru fleiri en keypt þá verður viðkomandi stofnun gefin kostur á að lagfæra stöðuna innan 5 daga, senda FJS formlega leyfispöntun. Geri stofnunin ekki úrbætur inna tilskilins tíma þá pantar FJS leyfi fyrir hönd stofnunarinnar.