Viðbótapantanir
Það er ávallt hægt að bæta við leyfum inn á samninginn. Fjársýsla ríkisins tekur við pöntunum og fyrirspurnum um leyfi í þjónustugátt eða með pósti á msleyfi@fjs.is.
ATh. Það er mikilvægt að búið að ganga frá pöntun áður en leyfum er úthlutað.
Kaupandi, vörunúmer og leyfisfjöldi eru lágmarksupplýsingar sem þarf til að hægt sé að afgreiða pöntun. Eftir að pöntun hefur verið send til Microsoft er venjan að hún sé afgreidd frá þeim á tenantinn innan 48 klst.
Árleg leyfistalning leggur grunn að árlegri leyfisnotkun stofnana. það er ávallt hægt að bæta leyfum á samninginn en ekki er heimilt að fækka leyfum nema við talningu.
Gildistími leyfa er sem hér segir
Skrifstofuhugbúnaður O365, M365, Visio, Project og fl.
Greitt fyrir þá mánuði sem eftir eru af samningsári og greitt er fyrir yfirstandandi mánuð þegar pöntun er gerð.