Áhættulisti og greining

Allar ábendingar eru vel þegnar.

Glærur sem notaðar voru á kynningu 22. september 2020 er að finna hér. Upptaka af kynningu er hér.

Áhættugrunnur þessi er ætlaður til leiðsagnar og viðmiðunar fyrir stofnanir sem innleiða Microsoft 365 í skýjageira á vegum Pólstjörnuverkefnisins. 

Grunninum á að aðstoða stofnanir við að átta sig á þeim ógnum sem gætu stafað af flutningi á vinnslu og gögnum til skýjaþjónustuaðila og til hvaða mótvægisaðferða gæti verið nauðsynlegt að grípa til að vega upp á móti þeim áhættum.

Stofnanir þurfa að bregðast við þeim áhættum sem eru sértækar fyrir starfssvið þeirra. Komi upp hugmynd að áhættu sem gæti átt við aðrar stofnanir en er ekki í áhættuskránni er hægt að senda inn ábendingu um það með því að fylla út Ný ógn formið (Microsoft Forms).

Til að auðvelda stofnunum að nálgast viðeigandi upplýsingar er þeim skipt í eftirfarandi hluta:

MÁP

Hér fyrir neðan eru sniðmát fyrir MÁP, áhættugreiningu og viðauka við vinnsluskilmála Umbru. Skjölin innihalda upplýsingar um tilhögun mála, ráðstafanir, hlekki inn á upplýsingar hjá Microsoft og annað svo stofnanir geti klárað að fylla þau út við gerð áhættumats.