Rafrænir reikningar
Allir reikningar vegna kaupa ríkisins á vöru og þjónustu skulu vera með rafrænir. Pappírsreikningar sem eru útgefnir eftir 1. janúar 2020 munu verða endursendir og kallað eftir rafrænum reikningum. Reikningar skulu vera á svokölluðu XML formi og miðlað í gegnum skeytamiðlara. Fjársýsla ríkisins sér um að taka við rafrænum reikningum fyrir hönd flestra stofnana ríkisins.
...
Ríkisstofnanir taka ekki við PDF reikningum í gegnum tölvupóst. Þar sem PDF skjöl eru ekki tölvulesanleg skapa þau ekki tækfæri til hagræðingar, einnig má draga í efa hvort PDF skjal sem er sent í venjulegum tölvupósti uppfylli kröfur um áreiðanleika og rekjanleika skjala. Sjá nánar.
Viðskiptalegar kröfur
Fjármála og efnahagsráðuneytið hefur einnig gefið út viðskiptaskilmála ríkisins sem skulu gilda í þeim tilvikum þar sem engir aðrir samningar gilda um viðskiptin.
Sjá nánar:
View file | ||
---|---|---|
|
Reikningar skulu innihalda:
Lýsing Lýsingu á vöru eða veittri þjónustu
Verð seljanda skal innifela allan kostnað sem fellur til
Ekki er heimilt að setja á reikninga viðbótargjöld sem ekki hefur verið samið um, s.s. seðil- eða þjónustugjöld
Gjaldfrestur skal vera í samræmi við gildandi samninga eða viðskiptaskilmála ríkisins
Bankareikningur til að hægt sé að greiða með millifærslu
Eindagi skal vera sá sami og gjalddagi, sjá nánar
Við hæfi er að fram komi upplýsingar um tengilið eða deild ef ekki er vísað í pöntun eða verk
Birgjar geta fengið senda greiðslutilkynningu sem PDF skjal í tölvupósti, sem staðfestingu á hvað er verið að greiða. Einnig er mögulegt að senda XML skjal sem leyfir birgja að sjálfvirknivæða móttökur á greiðslum.