Kerfisstjórar / starfsfólk UT

Þessar spurningar eiga við um leyfissamninginn við Microsoft. Jafnframt má lesa meira um Unified Premium support samninginn sem hentar rekstraraðilum og kerfisstjórum.



 

Samræmdur skrifstofuhugbúnaður ríkisins er mikilvægur til að samræma vinnulag og tilhögun þvert á ríkisstofnanir. Með því fæst jafnframt meira öryggi fyrir starfsfólk og umbjóðendur stofnana. Microsoft býður upp á slíkt umhverfi.

Aðrar lausnir voru metnar áður en gengið var til samninga 2018. Samningurinn sem tók gildi 1. júní 2021 var eðlilegt framhald á eldri samningi og miðar að því að auka öryggisstig, ná aukinni sjálfvirkni í ferlum stofnana, hagkvæmni í rekstri þegar allt er til tekið og bæta þjónustu ríkisstofnana við almenning og fyrirtæki.

Almennt senda stofnanir inn beiðnir til rekstraraðila til að virkja eða breyta tilhögun eða eigindum. Í einhverjum tilfellum ráða stofnanir eigin ráðgjafa í slíka vinnu og þá á eigin kostnað. Slíkar breytingar eru háðar stöðlum arkitektaráðs, sjá neðar.

Þessu til viðbótar eru tvö ráð, samsettar af fulltrúum skýjageiranna, sem hafa áhrif á annars vegar tæknilega tilhögun og hins vegar þarfir notenda. Þetta eru arkitektaráð og þjónustueigendaráð. Flóknari beiðnir og vinna utanaðkomandi aðila er háð samþykki arkitektaráðs, sem bæði gætir samræmis milli rekstraraðila og deilir þekkingu á þeim áskorunum sem upp koma.

Er ekki hægt að breyta fyrirkomulaginu?

Hverju fyrirkomulagi fylgja kostir og gallar. Þegar kemur að stýringu samræmds skrifstofuhugbúnaðar var ákveðið að færa stýringu þess meira miðlægt til rekstraraðila skýjageiranna. Kosturinn er að á heildina fæst meiri samræming / stöðlun, þekking getur færst milli rekstraraðila og þannig næst ákveðið þekkingar- og rekstrarhagræði.

Kerfisstjórar og tæknifólk hefur þannig tök á að sinna öðrum eða nýjum verkefnum með bætta og hagkvæmari þjónustu stofnana að leiðarljósi. Með stöðlun og samræmingu verður rekstur skrifstofuhugbúnaðar mun öruggari en áður. Ofangreindir kostir eru hins vegar á kostnað sveigjanleika fyrir einstaka stofnanir.

Miðlægari stjórnun á samræmdum skrifstofuhugbúnaði ríkisins var ákvörðun sem var tekin til að auka öryggi, auka þekkingaryfirfærslu, bæta þjónustu stofnana, auka stöðlun og samræmingu þvert á ríkisstofnanir og þannig ná fram auknu hagræði þegar allt er tekið til.

Með þessum breytingum er meira svigrúm fyrir kerfisstjóra og starfsfólk í upplýsingatækni stofnana að nýta tíma sinn í önnur aðkallandi verkefni. Öflun nýrrar þekkingar er jafnframt tækifæri til að bæta þjónustu viðkomandi stofnunar.

Unified Premium support samningur ríkisins við Microsoft er gríðarlega sterkt tól til að annars vegar greina núverandi kerfi og hins vegar til að afla sér þekkingar og þjálfunar. Rekstraraðilar eru eindregið hvattir til þess að nýta sér þjónustusamninginn til fullnustu. Samningurinn gildir út júní 2022 og því afbragðs tækifæri að nýta sér hann fram að því.

Hvernig ber ég mig að?

Kerfisstjórar og starfsfólk í upplýsingatækni er eindregið hvatt til að ræða við jafningja í öðrum stofnunum til að læra hvort af öðru.

Unified Premium support samningur ríkisins við Microsoft er gríðarlega sterkt tól til að annars vegar greina núverandi kerfi og hins vegar til að afla sér þekkingar og þjálfunar. Samningurinn gildir út júní 2022 og því afbragðs tækifæri að nýta sér hann fram að því.

Að lokum

Gleymum ekki að í grunninn er samræmdur skrifstofuhugbúnaður öflugt tæki til að þjónusta umbjóðendur okkar betur með hagkvæmari og öruggari hætti.

Gangi þér vel.