77

77

Ég er tilbúin(n) í að nýta Microsoft 365 lausnir eftir fremsta megni.

Hvernig fæ ég meiri þjónustu til að geta innleitt meira og hraðar, s.s. Power BI og tól til að auka sjálfvirknivæðingu, s.s .Power Automate / Flow?

 Sjá meira
Rekstraraðilar vinna eftir bestu getu til að sinna tæknilegum þörfum stofnana. Það sem stofnanir geta jafnframt gert er að styðja við ofurnotendur (superusers), þ.e.a.s. einstaklinga sem hafa víðtæka þekkingu á tilteknum forritum. Ofurnotendur nýtast vel við við hönnun sniðmáta, uppsetningu og ferla auk þess að aðstoða annað starfsfólk í almennri notkun. Skiljanlega eru stofnanir misvel í stakk búnar til þess að skapa sér slíka sérhæfingu sökum stærðar (fjöldi starfsfólks). Hægt er að sækja sér þekkingu hjá ólíkum aðilum á markaði. Sérstaklega er bent á starfsmenntunarsjóði stéttarfélaga, sem eru augljós og hentugur valkostur í slíkri fræðslu.

Hvað varðar tæknilegar uppsetningar, er Unified Premium support [link] samningur ríkisins við Microsoft gríðarlega sterkt tól til að annars vegar greina núverandi kerfi [link] og hins vegar til að afla sér þekkingar og þjálfunar [link]. Dæmi um slíkt má sjá á [myndinni]. Samningurinn gildir út júní 2022 og því afbragðs tækifæri að nýta sér hann fram að því.

Frá og með júní 2021 er ennfremur byrjað á tilraunaverkefnum (pilot) þar sem markmiðið er að hámarka nýtingu og eiginleika E5 leyfanna sem hefur í för með sér aukið öryggi í tölvupósti, vírusvörnum, aðgangsstýringum og áfram mætti telja. Þessi vinna mun nýtast öllum skýjageirum og þannig öllum ríkisstofnunum. Líklegt er að fleiri sambærileg verkefni, sem nýtast öllum skýjageirum og stofnunum, verði gangsett.