Bókunartákn

Svæði fyrir bókunartákn er fyrirfram skilgreint. Bókunartákn í færslu er notað við skatt- og framtalsskyldar greiðslur, bókun lánafærslna og vegna sérstakra VSK-vinnslna. Þegar bókunartákn er notað fyrir framtal verður kennitala þess aðila sem talið er fram á að fylgja í bókunarfærslunni. Bókunartákn er tengt tegundum. Þar sem heimilt er að nota bókunartákn 0 eða 9 þarf ekki kennitölu í bókunarfærslu.

Bókunartákn fyrir launa- og verktakagreiðslur

0 = Almennt, ekkert framtal

1 = Framtalsskyldar greiðslur til einstaklinga aðrar en staðgreiðsluskyld laun og verktakagreiðslur.

2 = Framtalsskyldar verktakagreiðslur

3 = Lífeyrissjóðsiðgjald launþega

4 = Lífeyrisiðgjald í séreignasjóð

6 = Laun og aðrar staðgreiðsluskyldar greiðslur utan staðgreiðslu

7 = Staðgreiðsla dregin af launum

8 = Staðaruppbót

9 = Ekki framtalsskylt

Bókunartákn fyrir lán

16 = Staða frá fyrra ári (Einungis FJS má bóka á þetta bókunartákn)

17 = Ný lán

18 = Afborgun

19 = Endurmat (Aðeins hjá ríkissjóði)

Bókunartákn fyrir sérstakar færslur

91 = GL – Vélrænar færslur 25,5% VSK

92 = GL – Vélrænar færslur 7% VSK

95 = GL – Handskráðar færslur 25,5 % VSK

96 = GL – Handskráðar færslur 7% VSK

98 = GL – Vélrænar færslur vegna VSK á tölvuþjónustu

Í tegundalykli tekna og gjalda sem er á Excelformi og hægt er að nálgast á heimasíðu Fjársýslunnar kemur fram hvaða bókunartákn eru leyfileg með einstökum tegundum.

Við bókun og ákvörðun framtalsskyldu ber að hafa eftirfarandi í huga:

  • Ekki skal telja fram á einstaka starfsmenn sem starfa fyrir verktaka, heldur ber að telja heildarfjárhæðina fram á verktakann með BT2enda þótt að í reikningum hans séu taldir upp einstaklingar á hans vegum.

  • Telja skal fram allar verktakagreiðslur með BT2 sem falla undir tegundir 554x, 555x og 556x. Hins vegar skal ekki telja fram á verktaka útlagðan kostnað samkvæmt reikningum, hafi hann skilað inn frumreikningum fyrir þeim kostnaði.

  • Húsaleiga er talin fram með BT1

  • Vaxtagjöld eru ekki talin fram.

  • Eignakaup og vörukaup vegna rekstrar skal nær undantekningarlaust ekki telja fram.

  • Kaup á pappír frá prentsmiðju eru ekki talin fram, en hafi prentsmiðjan unnið úr honum t.d. eyðublöð eru kaupin talin fram með BT2 þar sem verið er að kaupa efni ásamt vinnu.

  • Auglýsingar eru ekki taldar fram ef greitt er beint til þess aðila sem birtir þær, en sjái hinsvegar auglýsingastofa um gerð og birtingu á auglýsingu skal telja hvoru tveggja fram á auglýsingastofuna með BT2.

  • Flugfargjald er aðeins talið fram á stafsmann með BT1 þegar fargjald er greitt fyrir starfsmann og hann skilar ekki inn reikningi og flugfarseðli. Það  sama á við um dvalarkostnað.

  • Dagpeningar eru undantekningarlaust taldir fram á starfsmann sem fer í ferðalag vegna starfs síns hjá stofnun.

  • Styrkir eru framtalsskyldir með BT1.