Lyklaskrár

Helstu lyklaskrár sem notendur þurfa á að halda eru hér fyrir neðan.

Tegundalyklinum er ætlað að greina eðli gjalda og tekna, sundurliða eigna- og skuldaliði eftir ákvæðum um reikningsskilavenjur í lögum og jafnframt samkvæmt sérþörfum ríkisaðila.

Tegundasundurliðun hefur ákveðið gildi við mat á þróun tekna og gjalda milli ára, t.d. við samanburð á áætlunum fyrir einstök verkefni/deildir, stofnanir svo og ríkissjóð í heild.

Tegundalykill fyrir gjöld er almennt 5 sæta lykill nema fyrir laun en þar eru tegundir 4 sæta. Tegundir frá 51910 aftur til 56990 enda allar á 0 nema tegundir ferðakostnaðar, 542xx og þrjár tegundir sem eru fyrir sérstaka endurgreiðslu á tölvukostnaði sem enda á 8. Tegundir undir yfirflokk 58 enda einnig á 0. Tegundir undir flokkum 57 og 59 enda allar á 2 í fimmta sæti tegundar.

Öðrum en Fjársýslu ríkisins, Bókhaldssvið, er óheimilt að breyta númerum og texta í lyklinum.

Grunnlykill, efnahagur, tekjur og gjöld með skýringum. Skýringar eru gerðar á yfirflokkum, yfirtegundum og niður á einstakar bókunartegundir.

 

Lýsing

Skjal

Lýsing

Skjal

Grunnlykill, efnahagur, tekjur og gjöld með skýringum. Skýringar eru gerðar á yfirflokkum, yfirtegundum og niður á einstakar bókunartegundir.

 

Lykillinn er ekki tæmandi en reynt er að tilgreina helstu vörur og þjónustuliði niður á tegundir. Þessi tegundalykill er fjórskiptur, tvískiptur, raðað í stafrófsröð og númeraröð, sjá flipa (Sheet) neðst í skjalinu.
Vegna nýrra laga nr. 123/2015 um opinber fjármál verða breytingar á meðferð eignakaupa í bókhaldi stofnana og ríkisins frá 1. janúar 2017. Eignakaup sem áður voru gjaldfærð á tegundir sem byrja á 58 skal nú færa beint á tegundir sem byrja á 18 og sundurliða þar niður á viðeigandi tegundir.

 

Samkvæmt reglugerð nr. 248/1990 og tegundir vegna sérstakrar endurgreiðslu VSK af ýmsum tölvukostnaði.

 

Tegundalykill yfir tegundir sem hægt er að nýta inn- og útskatt hjá VSK tengdum viðfangsefnum sem eru í VSK-skyldri starfsemi.

 

Tafla sem sýnir vörpun á ýmsum launalyklum yfir á tegundir bókhalds, mörgum launalyklum er varpað yfir á eina bókhaldstegund.

 

Tafla sem sýnir flokkun bókhaldstegunda undir greiðsluliði í rekstraráætlanalíkani

 

Tegundalykill fyrir tegundir verk í vinnslu. Bóka þarf á þessar tegundir með bókunartákni 22 til að virkja ferlið á verk í vinnslu.

 

  Skrá Breytt

PDF skrá Fjársýslan_Verk í vinnslu_20231117.pdf

nóv. 20, 2023 by Stefanía Ragnarsdóttir

Microsoft Excel Spreadsheet Tegundlykill-bakvid-501-rekstraryfirlit.xlsx

des. 20, 2022 by Einar Magnús Einarsson

Microsoft Excel Sheet Launalyklar-ORRAtegundir-01102010.xls

des. 20, 2022 by Einar Magnús Einarsson

Microsoft Excel Spreadsheet Tegundir-inn-og-utskatts-VSK-vidfangsefni.xlsx

des. 20, 2022 by Einar Magnús Einarsson

PDF skrá Tegundir-serfraedithjonustu-sem-veita-endurgreidslu-a-VSK_.pdf

des. 20, 2022 by Einar Magnús Einarsson

Microsoft Excel Spreadsheet Serstakur-tegundalykill-fyrir-tekjur-og-gjold-a-Excel-formi (1).xlsx

des. 20, 2022 by Einar Magnús Einarsson

Microsoft Word Document Tegundalykill-med-skyringum.docx

des. 20, 2022 by Einar Magnús Einarsson