Fjármál á Ísland.is

Hreyfingar og umboð

Á Ísland.is má finna síðuna „Fjármál“ á vinstri spássíu eftir að búið er að skrá sig inn á „Mínar síður“ með rafrænum skilríkjum eða Íslykli. Hægt að sjá þar hreyfingar og eins er komin umboðs- og aðgangsstýring.

Hreyfingar

Undir flipanum „Hreyfingar“ er að finna allar hreyfingar viðskiptavina vegna gjalda við ríkissjóð og stofnanir sem eru í TBR-kerfinu. Um er að ræða höfuðstól gjalda, greiðslur, dráttavexti og annan kostnað eins og álag. Notandi getur valið að sjá ákveðinn gjaldflokk eða alla og eins velur hann það tímabil sem hann vill skoða. Hægt er að flytja valdar hreyfingar yfir í Excel eða CSV-skrá.

Einnig er hægt að skoða flipana:

  • Staða við ríkissjóð og stofnanir - Sýnir sundurliðun skulda og inneigna sem eru í TBR við ríkissjóð og stofnanir ásamt því að tilgreina hver ber ábyrgð á innheimtu gjaldsins. Þar er einnig hægt að skoða reikninga með því að smella á „Skoða“ hnappinn sem er lengst til hægri.

  • Greiðsluseðlar - Sýnir greidda og ógreidda greiðsluseðla fyrir valið tímabil. Þar er einnig hægt að skoða reikninginn.

  • Greiðslukvittanir - Sýnir kvittanir fyrir greiðslur nema þar sem greiðsluseðill hefur verið greiddur beint í banka. Þar er einnig hægt að skoða reikninginn sem liggur að baki.

  • Launagreiðendakröfur - Sýnir opinber gjöld utan staðgreiðslu sem dregin eru af starfsmönnum. Þessi flipi er eingöngu fyrir fyrirtæki og stofnanir sem taka þessi gjöld af sínum starfsmönnum.

  • Útsvar til sveitafélaga - Sýnir þá staðgreiðslu sem skilað er til sveitafélaga. Þessi flipi er sést eingöngu hjá sveitafélögum.

Umboðs- og aðgangsstýring

Prókúruhafar fyrirtækja geta veitt starfsmönnum og öðrum sem sjá um fjármál fyrirtækisins umboð til að fara inná Fjármál á Ísland.is með því að veita þeim umboð. Starfsmenn geta þá skráð sig inn á Ísland.is með rafrænum skilríkjum og valið hvort þeir skoði upplýsingar um sig sjálfa eða fyrirtækið sem þeir hafa umboð fyrir.

Þegar prókúruhafi hefur skráð sig inn á Ísland.is með rafrænum skilríkjum eða Íslykli, velur hann „Umboðskerfi“ sem er að finna undir „Minn aðgangur“ á vinstri spássíu. Þar velur hann að leitað sé í fyrirtækjaskrá að þeim fyrirtækjum sem hann er tengdur sem prókúruhafi. Að lokum slær hann inn kennitölu þess sem á að fá umboðið, ákveður það umboðshlutverk sem sá skal hafa og velur gildistíma umboðsins. Sjá nánar í leiðbeiningum um hvernig á að gefa umboð og veita aðgang.

Við höfum trú á að þetta muni auka þjónustustig Fjársýslunnar til muna og þá sérstaklega til fyrirtækja, en Fjársýsla ríkisins mun halda áfram að þróa vefinn. 

Kynningu á fyrrgreindum atriðum má finna í eftirfarandi skjali:

  Skrá Breytt

PDF skrá Stada-Hreyfingar-Umbods-og-adgangsstyring.pdf

des. 19, 2022 by Einar Magnús Einarsson (Unlicensed)