Viðfangsefni

Viðfangsefnum er ætlað að halda utan um rekstur/umsvif einstakra sviða, deilda eða verkefna innan viðkomandi stofnunar. Viðfangsefnanúmerum  er hægt að skipta niður í fjóra hluta, efnahagsviðfang, fjárlagaviðfang, yfirviðfang og bókunarviðfang. Fyrstu 5 tölustafir í öllum viðfangsefnum eru þeir sömu og í stofnananúmeri viðkomandi stofnunar. Eingöngu skal nota tölustafi í viðfangsefnum.

Þegar viðfangsefni er stofnað þarf að gæta þess að fjárlagaviðfang sé til staðar. Viðfangsefni eru almennt stofnuð af Fjársýslunni. Við stofnun viðfangsefna þarf að huga að ýmsum tengingum svo sem VSK-tengingum ofl.

Efnahagsviðfang er yfirleitt þannig uppsett hjá stofnunum að 0 er bætt aftan við stofnananúmerið. Þegar bókað er á efnahagsviðfang er bókað á 6 tölustafi, stofnananúmer og 0. Til eru undantekningar frá þessari reglu. Þegar bókað er á efnahagsviðfang er eingöngu leyfilegt að bóka á efnahagstegundir, þ.e. tegundir sem byrja á 1, 2 og 3.

Fjárlagaviðfang eru 3 tölustafir sem bætast aftan við stofnananúmer viðkomandi stofnunar og er fjárlagaviðfangið skv. fjárlögum hvers árs. Fjárlagaviðfang er jafnframt yfirviðfang. Ekki er leyfilegt að bóka beint á fjárlagaviðföng. Fjárlagaviðfangsefni eru tengd sérstaklega við svokallaðan COFOG kóða sem notaður er til að draga saman útgjöld ríkissjóðs eftir málaflokkum. Stofnun fjárlagaviðfanga er gerð af Fjársýslunni.

Yfirviðfang er sérmerkt viðfangsefni hjá stofnunum þar sem hægt er að draga saman kostnað eftir bókunarviðföngum sem eru undir hverju yfirviðfangi. Ekki er hægt að bóka á yfirviðföng. Mikilvægt er þegar yfirviðföng eru stofnuð að þau falli að skipulagi viðkomandi stofnunar.

Bókunarviðföng eru að lágmarki 10 tölustafir og að hámarki 14 tölustafir, stofnananúmer ásamt fjárlagaviðfangi + 2-6 tölustafir. Áður en viðfangsefni er stofnað er ágætt að athuga hvort heppilegra sé að halda utan um verkefni með því að nota víddir.

 

Dæmi um uppsetningu viðfangsefna

Veiðfangsefni

Nafn

Flokkun

12-506

Stofnun

S

12-506-0

Stofnun efnahagur

B

12-506-101

Stofnun fjárlagaviðfang

Y

12-506-1011

Stofnun yfirviðfang Deild 1

Y

12-506-10110

Stofnun bókunarviðfang Deild 1 Skrifstofa A

B

12-506-10112

Stofnun bókunarviðfang Deild 1 Skrifstofa B

B

12-506-1012

Stofnun yfirviðfang Deild 2

Y

12-506-10121

Stofnun bókunarviðfang Deild 2 Skrifstofa E

B

12-506-10122

Stofnun bókunarviðfang Deild 2 Skrifstofa F

B

S=stofnun Y=yfirviðfang B=bókunarviðfang