Bankaleiðréttingar
Í hvert skipti sem millifært er inn eða út af reikning þá birtist færsla á villu í bankagreiðslukerfinu og það þarf að leiðrétta villuna.
Allar myndir og færslur eru búnar til í prófunarumhverfi TBR og sýna því ekki raunveruleg gögn.
Til að leiðrétta villur á bankareikningi er farið er í TBR-BG og þá birtist þessi mynd
Hægt að velja dagsetningu frá og til. Síðan er ýtt á “Í lagi” og þá er við komin í hlutinn „gírógreiðslur – bankareikningar“ (mynd fyrir neðan)
Hægt er að fara áfram inn í reikninginn með því að tvísmellt á eina línu eða hægri smell og velja „skoða gírógreiðslur – innlestur“
Þessi mynd birtist og velja skal Villur á láréttu stikunni:
Nokkur dæmi af villum geta komið upp í kerfinu
A. Nemandi/foreldri millifærir fyrir gjöldunum
B. Nemandi/foreldri fær gjöldin endurgreidd
C. Tæming reiknings
D. Greitt ranglega inn á reikninginn eða út af honum
E. Gíróseðill fer á villu
Hér fyrir neðan er tilbúin mynd af nokkrum villum sem búnar voru til og í framhaldi eru svo leiðbeiningar hvernig eigi að leiðrétta þær.
Plús fjárhæðir þýða að það sé millifært inn á reikninginn
Mínus fjárhæðir þýða að það sé millifært út af reikningnum
A. Nemandi/foreldri millifærir fyrir gjöldunum
Velja línu sem á að leiðrétta, hægri smellt og valið leiðrétta
Þá kemur fellival í dálkinn Teg leiðr, þar sem hægt er að velja þær tegundir sem eru heimilar.
1 Breyta gírótilvísun/Gíróseðilnúmeri
2 Gera greiðslu óvirka (þurfa að vera nokkrar færslur saman og þurfa að vera samtals núll)
4 Skrá innheimtuhreyfingu (valið að handstýra gr. inn í kerfið)
6 Tæming reikninga (t.d. þegar verið er að færa tekjur inn á annan bankareikning)
Þegar millifært er þá þarf að velja tegund 4. Skrá innheimtuhreyfingu. þá koma upp þau svæði sem þarf að fylla inn í til að greiðsla fari á réttan stað í kerfinu
Best er að hægri smella síðan á línuna og „Velja reikning“ þá kemur upp gluggi þar sem kennitala gjaldanda er slegin inn. (mynd fyrir neðan)
Þegar búið er að slá inn kennitölu gjaldanda og ýta á „í lagi“ kemur upp mynd þar sem maður getur valið hvert greiðslan á að fara, þ.e. gjaldflokk og tímabil. Það þarf að velja innheimtureikningar svo hægt sé að velja tímabilið. Hægt er að velja nokkur tímabil og skipta fjárhæðinni inn á þau.
Hérna sést hvert búið er að ákveða að stýra greiðslunni, því næst er ýtt á Vista (ofarlega á lóðréttu stikunni vinstra megin)
B. Nemandi/foreldri fær gjöldin endurgreidd
Færslan birtist með öfugum formerkjum (mínus) þegar greitt er út af reikningnum og er hún leiðrétt alveg eins og liður 1. hérna fyrir ofan.
Ef endurgreitt er út af reikningnum vegna skólagjalda þarf að bakfæra álagninguna í TBR áður en hægt er að leiðrétta færsluna.
Þegar er búið að bakfæra álagninguna er komin mínus staða á viðkomandi aðila og þá er hægt að leiðrétta með tegund 4.
Mynd af stöðu eftir að bakfærsla á sér stað og þegar búið er að velja liðinn sem á að leiðrétta
*Ef annar aðili fékk endurgreitt þarf að skrá inn kennitölu aðilans sem fékk niðurfellinguna í TBR kerfinu.
Næst þarf að hægri smella á músina og smella á „velja reikning“ Þá birtist þessi mynd og þá er smellt á „innheimtureikningur:
Næst er upphæðin sem þarf að leiðrétta sett inn í „greitt nú“ velja í lagi. Að lokum er vistað.
C. Tæming reikninga
Ef millifært hefur verið að milli reikninga í eigu skólans þá þarf að leiðrétta með tegund 6. og vista svo færsluna.
D. Greitt ranglega inn á reikninginn eða útaf honum
Ef greiðsla á sér stað hvort sem er inn á reikninginn eða út af TBR reikningnum, færsla sem á ekki heima í TBR kerfinu þarf að leiðrétta þær á eftirfarandi hátt:
Fyrst þarf að byrja á því að millifæra upphæðina út af reikningnum eða inn á hann aftur. Eftir að millifærsla á sér stað í aðra hvora áttina þá eru komnar tvær færslur inn með sitthvoru formerkinu. Þá er hægt að nota tegund 2 og óvirkja þessar tvær færslur. (Færslur birtast daginn eftir framkvæmd)
Hægri smella þarf á þær báðar og velja leiðrétta. Valin er tegund 2 á báðar færslurnar og þær eru gerðar óvirkar með því að vista. Ekki er hægt að óvirkja færslur nema með sömu upphæð.
E. Gíróseðill fer á villu
Stundum kemur það fyrir að gíróseðill er greiddur en hann fer á villu. Hann getur t.d. farið á villu ef greiðslan á sér stað eftir að álag hefur bæst við á gjöldin og ekki er búið að uppfæra seðilinn í bankanum.
Hægt er að leiðrétta þær greiðslur með tegund 1. Breyta gírótilvísun/gíróseðli. Einungis þarf að velja þá tegund og vista. Kerfið færir sjálft upphæðina á réttan stað í kerfinu.
Ef það kemur upp villa samt sem áður þarf að nota tegund 4. Skrá innheimtuhreyfingu.
Til að finna út hver er greiðandi þá þarf að hægri smella og velja opna gíróseðil. Þá koma upplýsingar um nafn, kennitölu og gjaldið sem er verið að greiða.
Athugun hvort greiðslunni hafi verið stýrt rétt inn í Kerfið
Hægt er að skoða í innheimtukerfinu hvort greiðslan hafi farið á réttan stað inn í kerfið með því að skoða hreyfingar á gildisdag.
1 Ræsa innheimtukerfið
2 Velja hlutir - Gjaldandi - Stöður og hreyfingar
3 Slá inn kennitölu (bæði hægt að velja gulu möppuna og smella á kassann undir gjaldandi)
Mynd birtist og þá er kennitalan slegin inn og smellt er á Í lagi
4 Hægri smella og velja „allir reikningar“
5 Velja gjaldflokkinn og árið sem greiðslan fór inn á (smella á + og haka í árið) og velja svo flipann Ár/tímabil
6 Haka í tímabilið sem fært var inn á og smella á flipann „hreyfingar á gildisdag“
Eftir að búið er að smella á „hreyfingar á gildisdag“ koma færslur sem sýna allar hreyfingar sem átt hafa sér stað á þessu tímabili á þessum gjaldflokki, þ.e álagning, greiðslur breytingar o.s.frv.