ORRI
Fjárhagskerfið heldur utan um bókhald ríkissjóðs og stofnana ríkisins. Kerfið er einnig notað fyrir alla uppgjörsvinnu við gerð ríkisreiknings og aðra upplýsingagjöf. Eignaskráningarkerfi er hluti af fjárhagskerfinu og hefur það verið sett upp hjá stofnunum. Kerfið heldur utan um alla varanlega rekstrarfjármuni.
Mannauðskerfið heldur utan um starfsmanna- og launagreiðslukerfi ríkisins. Starfsmannahlutinn hefur að geyma víðtækar upplýsingar þar á meðal um launakjör og aðrar forsendur sem þarf við launaútreikninga í launagreiðsluhlutanum. Í kerfinu eru greidd laun allra starfsmanna hjá A-hluta stofnunum og að auki hjá nokkrum B- og C-hluta stofnunum.
Vinnustund er vaktaáætlunar- og viðverukerfi sérhannað af Advania. Vinnustund heldur utan um tíma- og fjarvistarskráningar starfsmanna ásamt því að vera öflugt tæki til að skipuleggja vinnutíma þeirra. Kerfið er sérsniðið fyrir ríkisstofnanir og tengist beint við mannauðskerfið. Lögð er rík áhersla á að sem flestar ríkisstofnanir innleiði kerfið.
Aðrir kerfishlutar sem settir hafa verið upp í Orra eru t.d. fræðslukerfi, sjálfsafgreiðslukerfi, vörustýring, verkbókhald, birgðir, pantanir og vefverslun.
Notendur tengjast hugbúnaðinum með vafra. Kerfið hefur verið lagað að íslenskum þörfum t.d. með tengingum við bankakerfið og þjóðskrá auk þess sem mið er tekið af íslenskum reglum um virðisaukaskatt.
Orri - týnt lykilorð |
|
---|