Skoða skuldastöðu

Staða umsjónarmanns / stofnunar

Umsjónamaður staða sýnir stöðu álagninga í dag. Hægt er að skoða einn eða fleiri gjaldflokk og heildarstöðu þeirra. Afmarka tímabil og allt niður á einstaka gjaldendur.

Farið er í TBR-I  Hlutir > Umsjónamaður > Staða. Valin er viðeigand stofnun og einn eða fleiri gjaldflokkar.

Til að afmarka við tímabil er hakað við línu gjaldflokksins þannig að grænt merki birtist, og smellt á flipann „ÁR/Tímabil.

Þar er síðan hægt að þrengja niðurstöður á ákveðin tímabil með því að haka við

Til að skoða stöðu fyrir einstaka gjaldendur er svo farið í annan hvorn flipann „Staða í mismun“ sýnir einungis þá sem skulda eða eiga inneign eða „Staða allir“ sýnir alla sem fengu álagningu.

Hægt er að skoða gjaldendur með því að smella á línu og gera hana bláa, hægri smella síðan á mús og velja “skoða”, þá opnast gjaldandi í TBR-I - Gjaldandi stöður og hreyfingar. Hægt er að fara til baka í lista með því að loka glugga með því að smella á x.

Staða gjaldanda

Staða gjaldenda sýnir allar færslur einstaka gjaldenda, álagningar, greiðslur og vexti hafi þeir reiknast

Fara í 1) TBR-I 2) Hlutir > Gjaldandi stöður og hreyf. kemur líklegast sjálfvirkt upp þegar farið er í TBR-I

  1. Velja gjaldanda 4) slá inn kennitölu 5) smella á hnappinn „Í lagi“

Á sama hátt og Staða umsjónarmanns er fyrst valinn viðeigandi gjaldflokkur einn eða fleiri með því að haka við fremst í línunni. Síðan er valið Ár / tímabil, hakað við í eitt eða fleiri ár/tímabil. Fara þá í flipann „Hreyfingar á gildisdag“.

Í dálki sem kallast Númer álagningar er hægt að tvísmella á opnast þá álagningin í TBR-Á

Áramótastaða

Til að skoða áramótastöðu er farið í TBR-Vi Hlutir > Umsjónamaður > Áramótastaða. Það getur verið gagnlegt við ársuppgjör.