Breyting á álagning á einstaka gjaldanda
Fyrst þarf að finna álagninguna sem um ræðir, hægt er að fara í gegnum TBR-Á eða í gegnum TBR-I til að finna hana. Í þessu tilfelli er farið í gegnum TBR-I.
Farið er í Hlutir/ Gjaldandi og valið Stöður og hreyfingar
Smellt er á reitinn undir Gjaldandi og slegin inn kennitalan.
Fundin er réttur gjaldflokkur ef álagningin er þegar greidd þarf að hægri smella á svæðið og velja Allir reikningar.
Farið er í flipa uppi og valið Ár/Tímabil og rétt lína valin
Þá er farið í flipann upp Hreyfingar á gildisdag leitað er lengst til hægri í þeim flipa að dálk Númer álagningar.
Tvísmellt er á númerið og þá opnast á rétta skýrslu.
Smellt er á Opna TBRÁ.
Hægri smellt og valið Breyta skýrslu
Þá er hægt að bæta við gjaldliðum og fella niður. Gjald er fellt niður með því að setja 0 í Einingar.
Svo er skýrslan vistuð. Þá þarf að skrá Tilvísun og skýringu en hún fer á yfirlit á http://Ísland.is